Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Minningar um torfhús

 20. janúar 2017  - 28. febrúar 2017 

Sett hefur verið upp í Safnahúsinu á Egilsstöðum sýning franska fornleifafræðingsins Söndru Coullenot á 25 ljósmyndum sem hún hefur tekið vítt og breitt um Ísland af gömlum byggingum. Ljósmyndirnar á þessari sýningu eru hluti af doktorsverkefni hennar. Í rannsókninni skoðar hún m.a. hvort og hvernig torfhús hafa haft áhrif á íslenska sagnahefð og notar til þess bæði aðferðir þjóðfræði og fornleifafræði.
Sandra er að leita eftir því að gestir sýningarinnar skrifi niður minningar eða hugsanir sem þeir tengja við torfhús. Sérstakur minningarkassi er á sýningunni sem hægt er að stinga í miðum með eigin hugrenningum.
Sýningin er á neðri hæð Safnahússins fyrir framan Héraðsskjalasafnið og mun standa fram í febrúar í miðjan febrúar. Hún er öllum opin og aðgangur ókeypis. Sýningin er sett upp í samstarfi við söfnin í Safnahúsinu og Gunnarsstofnun en Sandra dvelur um þessar mundir í gestaíbúðinni á Skriðuklaustri.
Til að fá nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við Söndru á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

 

 

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2017 Héraðsskjalasafn Austfirðinga