Skip to main content

admin

Ég kæra sendi kveðju ...

Birt 2011


Kort 01

Hér gefur að líta kort sem skreytt er mynd sem sýnir Reykjavík snemma á 20. öld. „Jólanissarnir“ á Austurvelli eru þó greinilega af skandínavískum uppruna og lítið í takt við íslenska stéttarbræður. Kortið er merkt upphafsstöfunum W.K.F. Útgáfuárs er ekki getið.

Kort 02

Hér er sami höfundur að verki (sjá kort 01). Teikningin á kortinu minnir óneitanlega á Almannagjá.

Kort 03

Ekki fer á milli mála á hvaða ári þessu korti var ætlað að flytja nýárskveðju. Upprunalands og útgáfuárs er ekki getið.

Kort 04

Klukka á slaginu tólf er táknræn á myndum á nýárskortum. Kortið er það eina á sýningunni sem gefið er út á Íslandi. Það er frá árinu 1926. Til gamans má geta þess að á frímerkinu er mynd af Kristjáni konungi tíunda og er verðgildi þess 8 aurar.

Kort 05

Hér er skálað fyrir nýju ári. Eins og oft vill verða þar sem vín er haft um hönd eru svínin ekki langt undan. Upprunalands og útgáfuárs er ekki getið.

Kort 06

Nýárskort frá 1926. Nýja árið hafið í góðum félagsskap. Upprunalands og útgáfuárs er ekki getið.

Kort 07

Hjarta og lykill í kaupbæti. Einstaklega rómantískt kort frá 3. áratug 20. aldar. Einkar heppileg aðferð fyrir feimið og fámálugt fólk að tjá hug sinn. Upprunalands og útgáfuárs er ekki getið.

Kort 08

Tvö á göngu í Alpalandslagi. Upprunalands og útgáfuárs er ekki getið.

Kort 09

Segðu það með tónum. Upprunalands og útgáfuárs er ekki getið.

Kort 10

Tvö á tali. Kortið er greinilega hluti af séríu. Upprunalands og útgáfuárs er ekki getið.

Kort 11

Kvöldsigling. Ástarguðinn Amor hefur greinilega laumast um borð og býr sig undir að spenna bogann. Upprunalands og útgáfuárs er ekki getið.

Kort 12

Kortið er framleitt í Þýskalandi. Það er dagsett 17. maí 1913. Stílað á „kæra frænda“. Sendandi er stúlka sem í kveðjunni á kortinu persónugerir parið á myndinni sem hana og viðtakandann.

Kort 13

Kortið er framleitt í Þýskalandi og sýnir söngvara í hlutverkum sínum sem Bissard og Juliette í óperettu Franz Lehár „Greifinn frá Lúxemborg“. Kortið er dagsett 2. janúar 1926 og hefur að geyma nýárskveðju.

Kort 14

Kortið er gefið út af Carl Schultze Theater í Hamborg. Dagsett 22. desember 1924. Það er áritað með eftirfarandi kveðju: „Óska að þú verðir jafn glaður og ánægður um jólin og nýárið eins og útlit er fyrir að þau séu skötuhjúin hinum megin á blaðinu. Svona getur sælan verið á háu stigi“.

Kort 15

Undir fjögur augu. Á kortinu er póststimpill frá 3. október 1907 og er verðgildi frímerkis 5 aurar. Upprunalands og útgáfuárs er ekki getið.

Kort 16

Öll lönd eiga sinn Rómeó og sína Júlíu. Kortið er framleitt í Þýskalandi. Útgáfuárs er ekki getið.

Kort 17

Hér er Júlía komin í annan kjól og Rómeó að yfirgefa meyjarskemmuna. Kortið er framleitt í Þýskalandi. Útgáfuárs er ekki getið.

Kort 18

Danskt kort, hluti af seríu frá 1911. Fangamark listamannsins er P.S. Aftan á kortinu er þetta erindi: „Natten er saa stille./ Luften er saa klar./ Duggens Perler trille./ Maanens straaler spille/ henad søen Glar.“

Kort 19

Danskt kort, hluti af seríu frá 1911. Á leið heim af engjunum. „Sig mig lille Karen, hvad mente du da?

Kort 20

Danskt kort, hluti af seríu frá 1911. Dönsk sveitarómantík. Hér gefur að líta Indriða og Sigríði frænda okkar Dana. Væntanlega við fjárgeymslu á jóskri heiði.

Kort 21

Danskt kort, hluti af seríu frá 1911. Þegar samskipti kynjanna eru annars vegar urðu á stundum lyktir þær að Storkurinn þurfti að grípa inn í. Aftan á kortinu er lítil vísa sem sögð er vera söngur barnanna um storkinn. „Stork, Stork Langben./ Hvor var du saa længe?/ Saa du Kong Faraos høje sten?/ Gik du paa Nilarstømmens Enge?.“

Kort 22

Rúningur í Skotlandi. Þetta er fyrsta mynd í seríu um skoskan ullariðnað. Kortin eru gerð eftir málverkum listakonunnar Jenny Richardson. Útgefandi er Scottish Tartans Museum. Útgáfuárs er ekki getið.

Kort 23

Ullin þvegin. Önnur mynd í seríu um skoskan ullariðnað. Uppruni kortsins er sá sami og korts 22.

Kort 24

Ullin kembd og spunnin. Þriðja mynd í seríu um skoskan ullariðnað. Uppruni kortsins er sami og kortanna á undan.

Kort 25

Jurtalitun undirbúin. Fjórða mynd í seríu um skoskan ullariðnað. Uppruni kortsins er sami og kortanna á undan.

Kort 26

Pottur er kominn á hlóðir og litun undirbúin. Fimmta mynd í seríu um skoskan ullariðnað. Uppruni kortsins er sami og kortanna á undan.

Kort 27

Vefarinn er sestur við vefstólinn og kominn vel á veg með að vefa stórköflóttan ullardúk í mörgum litum, efni sem við sjáum t.d. í þjóðbúningum Skota. Sjötta mynd í seríu um skoskan ullariðnað. Uppruni kortsins er sami og kortanna á undan.

Kort 28

Þá var komið að því að þæfa. Margir fætur vinna létt verk og ekki er verra að syngja við vinnuna. Sjöunda mynd í seríu um skoskan ullariðnað. Uppruni kortsins er sami og kortanna á undan.

Kort 29

Glæsilegir Hálendingar í þjóðbúningi. Efnin eru framleidd í mörgum litum og gerðum. Áttunda mynd í seríu um skoskan ullariðnað. Uppruni kortsins er sami og kortanna á undan.