Skip to main content

admin

Upplýsingalög

Upplýsingalög nr. 140/2012 og stjórnsýslulög nr. 37/1993 hafa áhrif á skjalavörslu sveitarfélag og annarra stjórnvalda en þau kveða m.a. á um skráningu mála og aðgengi að skjölum. Þá má einnig nefna að lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000 geta haft áhrif á myndun og meðhöndlun opinberra skjala.

Þann 1. janúar 2013 tóku gildi ný upplýsingalög nr. 140/2012 sem koma í stað upplýsingalaga nr. 50/1996. Þar er að finna fjölmargar breytingar sem rýmka rétt almennings til aðgangs að gögnum hjá opinberum aðilum. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu ákvæði upplýsingalaga nr. 50/1996 halda gildi sínu til 1. janúar 2016 gagnvart sveitarfélögum með íbúa undir 1.000 manns.