Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Jólasýning 2009

Nr. 02

Nr. 02

Ungir bílasmiðir, eða er það eimreið? Frá vinstri: Garðar Eyjólfsson í Sólvangi, yngsti sonur Eyjólfs ljósmyndara, og Pétur Blöndal, kjörsonur Emilíu og Theódórs Blöndal.
Nr. 03

Nr. 03

Ungir skíðagarpar, bræðurnir Haukur og Axel Eyjólfssynir, Jónssonar.
Nr. 10

Nr. 10

Ingólfur Antonsson, bróðir Emilíu Blöndal. Fæddur 1901.
Nr. 14

Nr. 14

„Þegar hækkar í lest og hleðst mitt skip“, sungu sjómennirnir. Drekkhlaðinn síldarbátur við bryggju á Seyðisfirði árið 1938.
Nr. 20

Nr. 20

Frá fimleikasýningu á lýðveldishátíðinni á Seyðisfirði árið 1944.
Nr. 22

Nr. 22

Kvenfélagið Kvik setti mikinn svip á menningar-og mannlíf á Seyðisfirði. Hér gefur að líta stjórn félagsins. Ártal vantar á myndina en rósótti kjóllinn sem konan í miðju klæðist bendir til að hún sé frá tekin snemma á 7. áratug 20. aldar. Frá vinstri: Bergþóra Guðmundsdóttir, Ólína Þorleifsdóttir, Arnþrúður Ingólfsdóttir, Guðrún Gísladóttir og Margrét Friðriksdóttir.
Nr. 23

Nr. 23

Um árabil stóð kvenfélagið Kvik fyrir skrautsýningum þar sem börn voru í aðalhlutverki. Hér er það verkið „Dætur skýjakonungsins“ sem er á fjölunum. Nöfn leikaranna eru óþekkt, utan þess, að það eru þau Ágúst Sverrisson og Nína Lárusdóttir sem eru í hlutverkum kóngs og drottningar.
Nr. 24

Nr. 24

Skíðamót í svokölluðum Botnum árið 1938 (?).
Nr. 29

Nr. 29

Aldan árið 1919. Við Lónið gnæfir fjarskiptamastur Þorsteins Gíslasonar. Sími hefur verið lagður um bæinn sem er upplýstur með rafmagni (sjá götulukt á staur).

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2017 Héraðsskjalasafn Austfirðinga