Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Tímarit

Bókasafni Halldórs og Önnu Guðnýjar tilheyrir veglegt safn tímarita, sum þeirra innbundin, alls hátt í 500 titlar. Bæði er um að ræða tímarit sem enn eru gefin út en einnig tímarit sem hætt eru að koma út, þ.á m. tímarit frá 19. öld. Bókasafnið varðveitir einnig ýmis gömul tímarit sem voru í eigu Bókasafns Austuramtsins á Seyðisfirði.

Hér fyrir neðan er listi yfir þau tímarit og ársrit sem eru í áskrift. Líkt og með bækurnar eru þau tímarit sem safnið kaupir flest fræðilegs eðlis og eru tímarit sem birta sögulegt efni (í einhverri mynd) þar einkum áberandi.

Tímarit í áskrift
Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
Andvari
Austurglugginn
Árbók Ferðafélags Íslands
Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
Árbók sveitarfélaga
Árbók Þingeyinga
Árnesingur
Ársrit Sögufélags Ísfirðinga
Bliki, tímarit um fugla
Borgfirðingabók
Dynskógar
Garðyrkjuritið
Glettingur
Goðasteinn, héraðsrit Rangæinga
Heima er bezt
Hugur og hönd
Hugur, tímarit um heimspeki
Íslenskt mál og almenn málfræði
Jökull
Kirkjuritið
Múlaþing
Náttúrufræðingurinn
Nordisk arkivnyt
Orð og tunga
Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar
Saga
Sagnir
Sálfræðiritið
Skaftfellingur
Skagfirðingabók
Skírnir
Skjöldur
Skógræktarritið
Snæfell
Són, tímarit um óðfræði
Stjórnmál og stjórnsýsla
Súlur, norðlenskt tímarit
Sveitarstjórnarmál
Tímarit Máls og menningar
Þjóðmál
Þroskahjálp 

Leita að bókum Héraðsskjalasafnsins

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022