Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |     |   

Aðalfundur Héraðsskjalasafnsins var 29. nóvember. Til afgreiðslu var ársreikningur 2018, fjárhagsáætlun 2020 og skýrsla um starfsemi safnsins á árinu 2018.

Á aðalfundi Héraðsskjalasafnsins var fjallað um ársskýrslu 2017, ársreikning 2017 og fjárhagsáætlun 2019. Fundurinn var 19. nóvember.

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní voru tvær sýningar opnaðar: Austfirskt fullveldi – Sjálfbært fullveldi? Sýning í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Nr. 2 Umhverfing.

Aðalfundur Héraðsskjalasafnsins var haldinn á Skriðuklaustri 27. nóvember. Þar voru til umfjöllunar ársreikningur 2016 og fjárhagsáætlun 2018.

Sýning í tilefni af 70 ára afmæli Egilsstaðahrepps verður opnuð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 17. júní kl. 15:30. Sýningin verður opin til 15. september.

Aðalfundur Héraðsskjalasafnsins var haldinn 3. nóvember. Þar voru til umfjöllunar ársreikningur 2015, ársskýrsla 2015 og fjárhagsáætlun 2017.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Minjasafn Austurlands og Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs opnuðu sýningu um Jón A. Stefánsson frá Möðrudal í Sláturhúsinu þann 17. júní.

Dagsnámskeið Héraðsskjalasafns Austfirðinga og Þjóðskjalasafns Íslands um skjalastjórn og skjalavörslu var vel sótt en 31 starfsmaður sveitarfélaga og ríkis á Austurlandi sat námskeiðið.

Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga bs. var haldinn í Gamla Kaupfélaginu á Breiðdalsvík miðvikudaginn 25. nóvember.

Fundurinn var haldinn í Löngubúð á Djúpavogi fimmtudaginn 6. nóvember. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru gerðar breytingar á stofnsamningi byggðasamlagsins. Björn Hafþór Guðmundsson tók sæti í stjórn safnsins.

Átaksverkefni um skönnun og skráningu ljósmynda hélt áfram á árinu 2014. Samtals er búið að skrá tæplega 67.000 myndir og skrá rúmlega 60.000 þeirra. Verkefnið er styrkt af ríkinu, Fljótsdalshéraði og Fljótsdalshreppi.

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga