Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Aðgengismál Safnahússins

Aðgengismál Safnahússins og staða framkvæmda við það hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu. Fór sú umfjöllun af stað eftir að forstöðumenn safnanna í Safnahúsinu sendu sameiginlegt bréf til nokkurra góðgerðarfélaga á Héraði þar sem leitað er liðsinnis þeirra við að safna fé til framkvæmda við húsið, sem mættu verða til að leysa aðgengismál Bókasafns Héraðsbúa.

Hér verður vísað á þær fréttir og umfjallanir sem birst hafa um þetta mál.

Í Austurglugganum birtist þann 10. september sl. grein eftir Hrafnkel Lárusson, forstöðumann Héraðsskjalasafns Austfirðinga. Greinin ber heitið Hve langur tími þarf að líða? Hún er nú aðgengilega hér á heimasíðunni undir flokknum"Pistlar". Í Austurglugganum sem kom út þann 17. september birtist svo fréttaviðtal þar sem ritstjóri blaðsins fær viðbrögð Stefáns Boga Sveinssonar, forseta bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, við greininni og þess sem þar kemur fram.

Í netmiðlinum Austurfrétt hafa birst tvær fréttir um málið. Sú fyrri birtist 31. ágúst (http://www.austurglugginn.is/index.php/Frettir/Frettir/Engin_lyfta_i_Safnahusinu_Folk_saekir_ekki_bokasafnid_thvi_thad_kemst_ekki_upp_stigann) og sú síðari 10. september (http://www.austurglugginn.is/index.php/Frettir/Frettir/Sofnin_bidla_til_godgerdarfelaga_um_studning_vid_ad_koma_upp_lyftu).

Í kvölfréttatíma Ríkisútvarpsins sl. laugardag, 15. september, birtist svo frétt um þetta sama mál (http://www.ruv.is/sarpurinn/kvoldfrettir/15092012-0). Fréttin er í seinni hluta fréttatímans (mín. 10:10-11:48). Hana má líka lesa á heimasíðu RÚV (http://www.ruv.is/frett/vonlitlir-um-adgerdir-baejarstjornar).   

 

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga