Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Gestafjöldi 2011 og framhald ljósmyndaverkefnis

Samkvæmt venju var á árinu 2011 haldið saman upplýsingum um fjölda gesta sem koma í Héraðsskjalasafnið. Í þessari frétt verður gerð stuttlega grein fyrir gestafjöldanum en einnig greint frá framhaldi ljósmyndaverkefnsins sem hófst í ársbyrjun 2011.

Alls komu 1415 gestir í safnið á árinu 2011. Þess ber þó að geta að gestir sem mæta á viðburði á vegum safnsins (bæði innan þess og utan) eru ekki inni í þessari tölu. Fjöldi þeir var um 350 og vigta Bókavakan og sýningarferðir safnsins þyngst í þeirri tölu. Safnið afgreiddi 400 erindi sem bárust með síma eða tölvupósti á árinu. Skjala og myndbeiðnir voru alls 372 talsins.

Undir lok síðasta árs ákvað fjárlaganefnd Alþingis að veita fjármunum til áframhalds á ljósmyndaverkefni því sem hófst í byrjun árs 2011. Líkt og í fyrra leggur Fljótsdalshérað einnig fjármuni til verkefnisins en tvö stöðugildi verða til vegna þess. Þeir starfsmenn sem störfuðu að verkefninu í fyrra hafa verið endurráðnir og er verkefnið komið af stað á ný. Það er sannarlega gleðiefni að þetta verkefni haldi áfram. Mikill árangur varð af því á síðasta ári en þá voru skannaðar um 32 þúsund myndir og um 17 þúsund myndir voru fullskráðar.  

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga