Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Nýjar skrár yfir einkaskjalasöfn

Fyrir nokkru voru settar hér inn á heimasíðu Héraðsskjalasafnsins nýjar uppfærslur af skrám yfir einkaskjalasöfn í vörslu safnsins. Líkt og áður er um að ræða tvær skrár. Þær er að finna undir flipanum Skjalasafnhér á síðunni, en sé hann opnaður gefur að líta í listanum vinstri megin á síðunni tengil sem nefnist Einkaskjalasöfn.

Önnur skráin inniheldur lista í stafrófsröð með nöfnum skjalamyndara en hin er mun viðameiri og inniheldur, auk nafna skjalamyndara, innihaldslýsingar og safntákn einstakra skjala. Í síðarnefndu skránni er ein færsla fyrir hverja skráningu og getur nafn sama skjalamyndara því komið oft fyrir. Er sú skrá mjög viðamikil, alls 837 síður.

Skrárnar eru unnar upp úr skjalaskrá Héraðsskjalasafnsins og á Guðgeir Ingvarsson heiðurinn af því að taka þær saman og gera hæfar til birtingar. Tjörvi Hrafnkelsson var Héraðsskjalasafnsinu svo innan handar við frágang á vef safnsins. 

Vert er að biðjast velvirðingar á stöku innsláttarvillum sem finna má í stóru skránni en þær verða lagfærðar áður en næsta uppfærsla kemur á vefinn. 

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga