Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Styrkur frá Menningarráði Austurlands

Héraðsskjalasafn Austfirðinga fékk 200.000,- kr. styrk frá Menningarráði Austurlands við úthlutun menningarstyrkja ráðsins sem fram fór sl. laugardag, 16. apríl. Menningarráð úthlutaði þá 63 styrkjum til menningarverkefna á Austurlandi, samtals að fjárhæð 26 milljónir króna. Héraðsskjalasafnið hlaut styrk vegna verkefnsins Austtfirsk menning í ljósmyndum. Markmið verkefnisins er að fara á haustmánuðum með sérútbúnar sýningar á myndum úr Ljósmyndasafni Austurlands (sem hýst er hjá Héraðsskjalasafninu) í byggðalög á Austurlandi sem eru hvað fjærst safninu. Upplýsingar um verkefni sem hlutu styrki frá Menningarráði Austurlands í ár má sjá á heimasíðu Menningarráðs (sjá:www.austur.is).

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga