Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Nýir starfsmenn hjá Héraðsskjalasafninu

Nokkrar breytingar hafa orðið á starfsliði Héraðsskjalasafnsins nú á því ári sem nýlega er hafið. Fastir starfsmenn eru þeir sömu og hafa verið (Arndís, Guðgeir og Hrafnkell). Nýtt fólk hefur bæst við í tímabundin verkefni en líkt og fyrr leitast Héraðsskjalasafnið eftir því að taka að sér slík verkefni sem snerta starfssvið safnsins. 

Um áramót hóf Jóhanna Hafliðadóttir störf við skráningu skjala sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs samkvæmt samkomulagi milli þess og Héraðsskjalasafnsins. Mun hún sinna skráningunni til ársloka í 50% starfi. Jóhanna þekkir vel til í Safnahúsinu en hún hefur verið forstöðukona Bókasafns Héraðsbúa frá því um mitt síðasta ár.

Nokkru eftir árbyrjun hófu Ólöf Sæunn Valgarðsdóttir, Jóhanna Ingibjörg Sveinsdóttir og Heiða Ösp Árnadóttir störf við skönnun, skráningu og frágang ljósmynda. Um er að ræða verkefni sem er samstarfsverkefni þriggja héraðsskjalasafna. Auk Héraðsskjalasafns Austfirðinga taka Héraðsskjalasafn Skagfirðinga á Sauðárkróki og Héraðsskjalasafn Árnesinga á Selfossi þátt í verkefninu. Það fékk 13,5 milljón króna fjárframlag á fjárlögum yfirstandandi árs og skiptist sú upphæð jafn á milli safnanna (4,5 milljónir á hvert safn). Jafnframt kemur sveitarfélagið Fljótsdalshérað að verkefninu með Héraðsskjalasafni Austfirðinga. Gert er ráð fyrir að ljósmyndaverkefnið standi til ársloka.

Ljósmyndaverkefninu er ætlað að vera arftaki manntalsskráningarinnar sem verkefnaráðið starfsfólk Héraðsskjalasafnsins hefur starfað við síðan í mars 2008. En því verkefni lauk um nýliðin áramót.  

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga