Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Jólasýning Ljósmyndasafnsins

Jólasýning Ljósmyndasafnsins hér á heimasíðunni er að þessu sinni helguð fjölskyldumyndum og hópmyndum. Tíminn sem myndirnar eru frá spannar u.þ.b. heila öld og eru elstu myndirnar teknar á síðasta tugi 19. aldar og sú yngsta í byrjun tíunda áratugar 20. aldar.

Á myndirnar, sérstaklega þær sem teknar eru af hópum, vantar nöfn og eru upplýsingar þegnar með þökkum. Reynslan hefur sýnt að erfitt hefur reynst að bera kennsl á fólkið á elstu myndunum, en um hópmyndirnar sem teknar eru á síðustu öld má gera sér góðar vonir. 
 Í Ljósmyndasafni Austurlands er varðveitt mikið af óþekktum myndum sem flestar eru í möppum sem handhægt er að fletta og eru áhugamenn um gamlar ljósmyndir innilega velkomnir í safnið.

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga