Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Efnisskrá Austfirska sjónvarpsfélagsins komin á vefinn

Í kvöld, föstudagskvöldið 20. ágúst, kl. 20:00 verður sýningin Austurland fyrir 20 árum hér í Safnahúsinu, en hún inniheldur valin myndskeið úr myndbandasafni Austfirska sjónvarpsfélagsins. Það safn var nýlega fært á stafrænt form (DVD) og er nú aðgengilegt í Héraðsskjalasafninu. Efnisskráin sem gerð var í tenglsum við stafrænu yfirfærsluna er hins vegar orðin aðgengileg hér á heimasíðunni. Skrána má nálgast undir flipanum "Skjalasafn" hér efst á síðunni (síðan er opnaður tengill (vinstra megin) sem heitir "AustSjón - Efnisskrá" en hann inniheldur pdf-skjal með efnisskránni. Vert er svo að minna á að nýlega var sett hér á síðuna ný ljósmyndasýning sem nefnist "Austfirskar fréttir". 

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga