Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Örfá orð um Emilíu Blöndal, ljósmyndara

Í dag birtist ný myndasýning hér á heimasíðu héraðsskjalasafnsins. Sýningin nefnist einfaldlega Jólasýning og má finna hana undir flipanumMyndir hér efst á síðunni). Að venju hefur Arndís Þorvaldsdóttir haft veg og vanda af vali mynda á sýninguna og jafnframt ritar hún myndatexta. Myndirnar í sýningunni eru allar teknar af Emilíu Blöndal. Ártöl eru tilgreind séu þau þekkt.

Emilía Antonsdóttir Blöndal fæddist á Seyðisfirði 6. mars 1897. Hún lærði ljósmyndun á Ljósmyndastofu Eyjólfs Jónssonar og starfaði þar á árunum 1915-1924. Árið 1924 giftist hún Theódór Blöndal, bankaútibússtjóra, og vann ekki opinberlega við ljósmyndun eftir það. Emilía lést árið 1987.
Ljósmyndavélin var þó aldrei langt undan og eru myndir Emilíu ómetanlegar heimildir um mannlíf og atvinnuhætti í Seyðisfjarðarkaupstað á 20. öld. Í lífi Emilíu var fjölskyldan í fyrsta sæti og sýna margar myndir hennar börn að leik og eru þannig bæði heimild um leiki barna og klæðnað. Afkomendur Emilíu færðu Ljósmyndasafni Austurlands myndir hennar og filmusafn til varðveislu árið 2003. Sólveig Sigurðardóttir, bókvörður á Seyðisfirði, skannaði myndirnar og vann samhliða ómetanlegt starf við öflun upplýsinga.

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga