Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Úr starfi safnahússins

Síðastliðinn laugardag var mikið um að vera í safnahúsinu enda tilefnin mörg. Minnst var 125 ára ártíðar skáldsins Arnar Arnasonar, sumarsýningu minjasafnsins lauk formlega og sett var upp sýning í tilefni af Norræna skjaladeginum. Veigamest í af því sem boðið var uppá var lesin og sungin dagskrá tileinkuð Erni Arnarsyni. Arndís Þorvaldsdóttir og Áslaug Sigurgeststdóttir höfðu veg og vanda af þeirri dagskrá. Sér til aðstoðar höfðu þær sönghópinn Hjartafimmurnar auk þess sem fleiri komu að lestri ljóða og æviágrips skáldsins. Sérstaka athygli vakti þegar Páll Pálsson frá Aðalbóli kvað hluta af rímum um Odd sterka eftir skáldið. Gestir voru alls um 50 talsins, sumir langt að komnir. Í dag er svo mikið líf í safnahúsinu en fjöldi grunnskólabarna sækir söfnin heim í tilefni af Degi íslenskrar tungu.

 

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga