Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Samstarf Héraðsskjalasafns Austfirðinga og Þekkingarnets Austurlands (ÞNA)

Fulltrúar Þekkingarnets Austurlands og Héraðsskjalasafns Austfirðinga skrifuðu þann 12. október sl. undir vinnureglur um samstarf sín á milli. Með vinnureglunum leggja stofnanirnar grunn að frekara samstarfi í framtíðinni með það að markmiði að styrkja þær faglega og bæta um leið þjónustu beggja stofnana við samfélagið á Austurlandi.

Einn meginþáttur samstarfsins héraðsskjalasafnsins og ÞNA  er að stofnanirnar munu í sameiningu byggja upp námsbókasafn sem nýtast mun austfirskum fjarnemum. Jafnframt munu ÞNA og héraðsskjalasafnið deila upplýsingum og fagþekkingu á ýmsum sviðum, auk þess sem stofnanirnar munu sameina krafta í kynningu á starfsemi sinni.  

Umsjónaraðili samstarfsins fyrir hönd ÞNA er Laufey Eiríksdóttir, verkefnastjóri háskólanáms, og fyrir hönd héraðsskjalasafnsins hefur Hrafnkell Lárusson, forstöðumaður safnsins, umsjón með samstarfinu.

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga