Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Upplýsingar um myndir

Frá því að ný heimasíða héraðsskjalasafnsins var opnuð fyrir rúmu ári síðan hafa reglulega verið settar inn á hana myndasýningar. Margir lesenda síðunnar hafa komið á framfæri við okkur athugasemdum og leiðréttingum við sumar myndanna sem birtst hafa. Er það vel enda höfum við í mörgum tilvikum verið að kalla eftir frekari upplýsingum, einkum varðandi nöfn fólks. Töluvert vantaði af nöfnum á fólk í síðustu sýningu sem sett var á vefinn í maíbyrjun. Allmargar ábendingar hafa borist og hafa myndatextar verið leiðréttir með tilliti til þeirra. Einnig hafa nokkrir textar við myndir í eldri sýningum verið uppfærðir. Við hvetjum fólk til að vera óhrætt við að senda okkur ábendingar um myndir í síma (471 1417) eða með tölvupósti (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga