Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Góð aðsókn í október

Í nýliðnum októbermánuði sóttu fleiri gestir héraðsskjalasafnið heim en í nokkrum öðrum mánuði það sem af er ári. Alls komu 272 gestir í safnið á opnunartíma í október sem er tæpum 70 gestum fleira en heimsóttu safnið í febrúar, sem er var fram til þessa eini mánuður ársins þar sem gestafjöldi fór yfir 200 manns. Meginskýringin á fjölda gesta í október er sú að óvenjumikið var um heimsóknir skólahópa í safnið, en um helmingur gesta þennan mánuð komu á þeim forsendum. Er þessi aukning skólaheimsókna afar ánægjuleg og mikilvægur liður í að vekja athygli á starfsemi safnsins. Sé bætti við aðsóknartölur októbermánaðar þeim hóp sem sótti minningardagskrá um Stein Steinarr, sem flutt var sunnudagskvöldið 12. október, fer gestafjöld októbermánaðar fast að 300 manns. Alls sóttu 1486 gestir héraðsskjalasafnið heim á fyrsti 10 mánuðum ársins. 

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga