Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Safna- og markaðsdagur

Næstkomandi laugardag, 16. ágúst, verður Safna- og markaðsdagur Ormsteitis. Þann dag verður mikið um að vera í og við safnahúsið frá kl. 11 um morguninn og fram til kl. 16 síðdegis. Markaðstjald verður staðsett við safnahúsið og mun þar verða á boðstólum ýmis varningur. Sýningar minjasafnsins lifna við, keppt verður í kleinubakstri, harmonikkuspilari þenur nikkuna og geta þeir sem vilja æft gömlu dansana. Félagar í leikfélaginu Frú Normu verða á staðnum með Soffíu mús og vini hennar.

Lokaatburður safna- og markaðsdagsins verður svo myndasýning á vegum Ljósmyndasafns Austurlands. Sýningin verður í Valaskjálf og hefst hún kl. 15. Sýndar verða myndir frá samkomum og bæjarhátíðum á Egilsstöðum á níunda og tíunda áratugi síðustu aldar. Allar myndirnar í sýningunni eru komnar úr myndasafni Vikublaðsins Austra en myndasafn þess var afhent Ljósmyndasafni Austurlands árið 2003.

Það er Arndís Þorvaldsdóttir, deildarstjóri Ljósmyndasafns Austurlands, sem hefur útbúið sýninguna og mun hún jafnframt segja frá efni myndanna á meðan á sýningunni stendur.

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga