Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Bættar tölvutengingar og uppfærður aðfangalisti

Aðfangalisti bókasafns Héraðsskjalasafns Austfirðinga, sem birtur var hér á síðunni 24. júní sl., hefur nú verið uppfærðuren hann má finna undir flokknum „Fróðleikur“ hér hægra megin á síðunni.
Við sem störfum í safnahúsinu leitum ávallt leiða til að þjóna gestum hússins eins vel og okkur er unnt. Eitt af því sem margir gestir, t.d. ferðamenn, fræða- og skólafólk, þarf á að halda er tenging við internetið. Því má tengjast eftir ýmsum leiðum í safnahúsinu.

Það er þrýst á það af mörgum að hægt sé að komast á netið sem víðast – helst allsstaðar. Hluti af starfsemi safnanna hér í safnahúsinu er einmitt slík þjónusta. Söfnin í húsinu sinna þessu hlutverki þó hvert með sínum hætti.

Í bókasafni Héraðsbúa er almenningi boðið upp á aðgang að nettengdum tölvum og er töluvert ásókn í þá þjónustu, ekki hvað síst af ferðamönnum.

Á síðasta ári tók Minjasafn Austurlands að bjóða gestum sínum upp á þráðlausa nettenginu og nú hefur héraðsskjalasafnið fylgt því ágæta fordæmi. Því til viðbótar hefur nú verið komið upp tölvu í safnrými héraðsskjalasafnsins þar sem safngestir geta leitað sér upplýsinga. Í þeirri vél má skoða ljósmynda- og skjalaskrár héraðsskjalasafnsins auk þess sem aðgangur er að nokkrum heimildaveitum á netinu. Ekki er um almennan netaðgang að ræða heldur þjónustu sem sniðin er að einstaklingum sem leita heimilda, einkum í safnkosti héraðsskjalasafnsins.

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga