Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Þjóðhátíðardagur

Þrátt fyrir leiðinlegt veður hér eystra undanfarna daga hélt fólk hér sem annarsstaðar á landinu upp á Þjóðhátíðardaginn 17. júní. Hátíðahöldin drógu þó dálítið dám af veðrinu og voru þau flutt í hús sumsstaðar, þ.á m. hér á Egilsstöðum. Safnahúsið var að venju opið á Þjóðhátíðardaginn.

Það má líklega kenna veðrinu að mestu leyti um að aðsóknin að safnahúsinu var minni á Þjóðhátíðardaginn í ár miðað við síðasta ár. Í ár komu um 100 manns í safnahúsið á 17. júní en sú tala var ríflega tvöfalt hærri í fyrra, en þá fóru hátíðahöldin fram í góðu veðri í Lómatjarnargarði (sem er við hliðina á safnahúsinu) og komu þá margir og litu við í safnahúsinu þegar þeir voru annað hvort að koma á eða yfirgefa hátíðarsvæðið.

Grunnsýning Minjasafns Austurlands var opin á Þjóðhátíðardaginn en auk hennar gátu gestir safnsins virt fyrir sér nýju sumarsýninguna Ó-líKINDi, sem opnuð var formlega sl. laugardag, 14. júní. Að auki var á staðnum Guttormur Sigfússon harmonikkuleikari og lék hann lög fyrir gesti.

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga