Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Þorpið á Ásnum

Sýning í tilefni af 70 ára afmæli Egilsstaðahrepps verður opnuð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 17. júní kl. 15:30. Sýningin verður opin til 15. september.

Sýning í Sláturhúsinu 17. júní - 30. september 2017

Um þessar mundir eru 70 ár síðan Egilsstaðahreppur var formlega stofnaður með lögum frá Alþingi
og þorp tók að myndast við Gálgás. Af því tilefni hafa Héraðsskjalasafn Austfirðinga og Minjasafn
Austurlands tekið höndum saman og sett upp sýningu sem ber yfirskriftina Þorpið á Ásnum. Á
sýningunni eru til sýnis munir, ljósmyndir, skjöl, hljóð- og myndefni úr fórum safnanna tveggja sem
allt tengist sögu Egilsstaða á einn eða annan hátt. Hönnuður sýningarinnar er Perla Sigurðardóttir.

Sýningin er styrkt af Fljótsdalshéraði.

 

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022