Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Herskálarnir á Reyðarfirði

Grein um herskálana var birt á vefnum skjaladagur.is í tilefni af norrænum skjaladegi 14. nóvember 2020 en þema hans var hernumið land.

Norræni skjaladagurinn er haldinn í nóvember ár hvert. Yfirskrift Norræna skjaladagsins 2020 var: Hernumið land. Héraðsskjalasöfnin og Þjóðskjalasafn Íslands birta á vefnum skjaladagur.is brot af þeim gögnum sem varðveitt eru í söfnunum.

Þann 10. maí 1940 vöknuðu íbúar Reykjavíkur upp við að breskir hermenn yfirtóku bæinn og í framhaldinu voru settar upp herstöðvar víða um land. Í íslenskum skjalasöfnum eru ýmis gögn sem tengjast hernámsárunum. Allt frá opinberum skýrslum, kvörtunum, bréfum, frásögnum af slysförum, minningum og ljósmyndum.

Á stríðsárunum var Reyðarfjörður önnur aðalbækistöð hersins á Austurlandi en hin var Seyðisfjörður. Þann 1. júlí árið 1940 sigldi herflutningaskipið Andes inn fjörðinn og setti fjölmennt herlið í land á Búðareyri.

Hér má lesa grein Héraðsskjalasafns Austfirðinga á vefnum skjaladagur.is: Herskálarnir á Reyðarfirði.

reydarfjordurHermannaskálar og þorpið á Reyðarfirði um 1950-1960

 

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022