Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Starfsauglýsing

Hefur þú áhuga á safnastarfi? Starf forstöðumanns Héraðsskjalasafns Austfirðinga er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 18. mars.

Héraðsskjalasafnið varðveitir skjöl sveitarfélaga á Austurlandi og tekur við einkaskjölum og ljósmyndum sem hafa sögulegt gildi. Forstöðumaður annast daglegan rekstur, gefur ráð um skjalastjórnun, undirbýr fjárhagsáætlun með stjórn safnsins, ræður starfsfólk, hefur umsjón með fræðibókasafni, ljósmyndavef, sýningum og öðrum sérverkefnum.

Umsækjendur skulu hafa háskólapróf í námsgrein sem nýtist starfsemi safnsins. Leitað er að einstaklingi sem er skipulagður, sjálfstæður í vinnubrögðum og lipur í mannlegum samskiptum. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af safnastarfi og fjármálastjórn.

  • Miðað er við að viðkomandi hefji störf í maí 2021. Um er að ræða fullt starf.
  • Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga ræður í starf forstöðumanns.
  • Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
  • Nánari upplýsingar um starfið veita Bára Stefánsdóttir, forstöðumaður (s. 4711417) og Anna Margrét Birgisdóttir, stjórnarformaður (s. 8644210 / This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).
  • Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsferil og meðmælendur sendist Héraðsskjalasafni Austfirðinga, Laufskógum 1, 700 Egilsstaðir eða með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
  • Umsóknarfrestur er til og með 18. mars.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er sjálfstæð skjalavörslu- og stjórnsýslustofnun, byggðasamlag í eigu Fjarðabyggðar, Fljótsdalshrepps, Múlaþings og Vopnafjarðarhrepps. Safnið starfar eftir lögum um opinber skjalasöfn. Frekari upplýsingar um starfsemina má finna á vef safnsins www.heraust.is.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022