Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Nýir titlar á bókasafn

Eins og vant er bætist nokkuð í bókakost safnsins yfir jól og áramót. Safnið leggur áherslu á að eignast fræðirit og að þjónusta háskólanema eins og kostur er.

Ákveðið var að gera átak í að kaupa inn bækur á sviði íslenskrar lögfræði, ekki síst eftir ábendingu frá laganema sem leggur stund á nám sitt héðan af svæðinu. Má segja að keyptar hafi verið flestallar þær bækur sem út hafa komið á sviði lögfræði hérlendis undanfarin fjögur ár eða svo.

Af öðrum fræðiritum sem ratað hafa í hús að undanförnu má nefna útgáfubækur Sögufélagsins, en þar má finna titla á borð við Galdur og guðlast eftir Má Jónsson, Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu eftir Hauk Ingvarsson og Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu eftir Kristjönu Vigdísi Ingvadóttur.

Af öðrum bókum má einnig nefna gríðarlega veglega ævisögu í tveimur bindum, Sigurður Þórarinsson - Mynd af manni eftir Sigrúnu Helgadóttur, Bærinn brennur eftir Þórunni Valdimarsdóttur og Til hnífs og skeiðar, stórfróðlega safnbók um íslenska matarmenningu.

Markmið safnsins er sem fyrr segir að viðhalda góðum safnkosti fræðirita, ekki síst fyrir háskólanema og rannsakendur. Við tökum fagnandi öllum ábendingum um innkaup á safnið.

hsku201911

jpv292018

papppappyr bok01 21

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022