Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Menntskælingar í heimsókn

Menntskælingar í heimsókn

Nemendur í sögu við Menntaskólann á Egilsstöðum litu við á safninu í dag.

Undanfarin ár hefur verið leitast við að nemendur í grunnáfanga í sögu við ME komi í heimsókn og fái stutta kynningu á safninu og starfseminni hér.

Að þessu sinni voru það 19 nemendur sem létu sjá sig ásamt kennara sínum, Birni Gísla Erlingssyni. Fengu þau stutta fræðslu um starfsemi safnsins, skjalavörslu, ljósmyndasafn og bókasafn og skoðuðu síðan húsnæði safnsins og geymslur.

Héraðsskjalasafnið leggur áherslu á að reyna að þjóna nemendum, einkum á háskólastigi en þó einnig framhaldsskólanemum eftir þörfum. Meðal annars er boðið upp á aðstoð við leit að heimildum fyrir ritgerðaskrif og les- og vinnuaðstöðu fyrir þau sem vilja nýta sér hana.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Stefán Boga Sveinsson héraðsskjalavörð messa yfir hópnum.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022