Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Verkefnastyrkur til skönnunar- og miðlunar á hreppsbókum

Héraðsskjalasafn Austfirðinga og Skjala- og myndasafn Norðfjarðar hafa fengið 3 milljónir í styrk frá Þjóðskjalasafni Íslands til verkefnisins: Stafræn afritun á hreppsbókum af Austurlandi.

Alls bárust 19 umsóknir frá 15 héraðsskjalasöfnum og styrkumsóknir námu samtals 30 milljónum. Verkefnastyrkjunum var úthlutað af Þjóðskjalasafni Íslands á grundvelli fjárlaga fyrir árið 2016.

Í dag eru átta sveitarfélög á Austurlandi en hreppar í Múlasýslum voru áður 28 (tveir þeirra stofnaðir eftir 1940). Ætlunin er að afrita bækur 26 hreppa sem ná allt frá árinu 1786 til um 1930 en gera má ráð fyrir að verkið taki 5 mannár þar sem bækurnar eru um 340 talsins. Á árinu 2016 hefst verkefnið með afritun á skjalabókum frá völdum hreppum. Myndum af skjölunum verður miðlað á vef.

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga