Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Dagbækur Magnúsar Sæbjörnssonar

Anna Kristjánsdóttir afhenti dagbækur Magnúsar Sæbjörnssonar frá Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, síðar héraðslæknis með búsetu í Flatey á Breiðafirði.

Laugardaginn 10. maí sl. hélt Anna Kristjánsdóttir prófessor fyrirlestur um feðgana Sæbjörn Egilsson og Magnús son hans. Magnús Sæbjörnsson frá Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal fæddist árið 1871, varð síðar héraðslæknir í Flatey á Breiðafirði og andaðist 1924. Skrif Magnúsar eru áhugaverð en dagbækur hans hefjast vorið 1892 með frásögn af ferð heim til Hrafnkelsstaða að aflokni stúdentsprófi frá Lærða skólanum. Stærstur hluti bókanna er ritaður á námsárum Magnúsar í læknisfræði við Kaupmannahafnarskóla árin 1892-1895.

Anna Kristjánsdóttir vinnur að bók um feðgana en hún er einn afkomenda þeirra, dóttir Hlífar Magnúsdóttur. Fyrirlestur Önnu um þá fegða var haldinn á Skriðuklaustri og þar voru dagbækurnar afhentar Héraðsskjalasafni Austfirðinga til eignar og varðveislu. Magnhildur Björnsdóttir tók við gjöfinni fyrir hönd Héraðsskjalasafns Austfirðinga. Dagbækur Sæbjarnar Egilssonar voru þegar komnar í vörslu safnsins.

Magnhildur Björnsdóttir tekur við gjöfinni fyrir hönd Héraðsskjalasafns Austfirðinga

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  


 

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga