Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Samkomulag um safnahúsið

Sveitarfélög sem aðild eiga að Héraðsskjalasafni Austfirðinga hafa samþykkt að Fljótsdalshérað kaupi hlut Héraðsskjalasafnsins í safnahúsinu á Egilsstöðum, sem gera mun rekstur fasteignarinnar mun einfaldari en áður.

Á myndinni eru Páll Baldursson, Páll Björgvin Guðmundsson, Vilhjálmur Jónsson, Sigrún Blöndal, Ólafur Valgeirsson og Björn Ingimarsson.Á myndinni eru Páll Baldursson, Páll Björgvin Guðmundsson, Vilhjálmur Jónsson, Sigrún Blöndal, Ólafur Valgeirsson og Björn Ingimarsson.Á auka aðalfundi Héraðsskjalasafns Austfirðinga þann 30. janúar 2014 samþykktu fulltrúar aðildarsveitarfélaga að Fljótsdalshérað kaupi hlut Héraðsskjalasafnsins í safnahúsinu frá og með síðustu áramótum.

Samningur þar um var undirritaður á fundinum, sem og langtíma leigusamningur þar sem Fljótsdalshérað leigir Héraðsskjalasafninu aðstöðu í safnahúsinu.

Með þessum samningi er allt viðhald hússins komið á eina hendi og skuldbindur Fljótsdalshérað sig til að leggja fram 30 milljónir á árunum 2014 og 2015 til að bregðast við bráðri þörf í þeim efnum.    

Sameiginleg yfirlýsingSameiginleg yfirlýsing aðildarsveitarfélaga um þennan gjörning.

 

 

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga