Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Manntalið 1703 á skrá UNESCO um minni heimsins

Á síðasta ári lagði Þjóðskjalasafn Íslands inn umsókn hjá UNESCO þess efnis að fyrsta manntal tekið á Íslandi, árið 1703, yrði skráð á lista Sameinuðu þjóðanna yfir Minni heimsins (Memory of the World). Á þann lista komast einungis ritaðar menningarminjar, svo sem skjöl, sem hafa þýðingu fyrir allt mannkyn. Á umsóknina hefur verið fallist.

Það eru stórkostleg tíðindi og kærkomin viðurkenning á sérstöðu og mikilvægi þessarar einstöku heimildar.

Sjá nánar á vef Þjóðskjalasafns Íslands og á vef UNESCO - Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga