Ný myndasýning hefur verið sett inn á vef Héraðsskjalasafnsins í tilefni komandi jólahátíðar. Að þessu sinni var valið að sýna jólakortaútgáfu safnsins sem hefur verið nær samfelld frá árinu 1979. Að venju var umsjón með sýningunni og gerð myndatexta í höndum Arndísar Þorvaldsdóttur.