Í dag birtist ný myndasýning hér á heimasíðu héraðsskjalasafnsins. Sýningin nefnist einfaldlega Jólasýning og má finna hana undir flipanumMyndir hér efst á síðunni). Að venju hefur Arndís Þorvaldsdóttir haft veg og vanda af vali mynda á sýninguna og jafnframt ritar hún myndatexta. Myndirnar í sýningunni eru allar teknar af Emilíu Blöndal. Ártöl eru tilgreind séu þau þekkt.