Þó meginhlutverk Héraðsskjalasafnsins sé að varðveita skjöl á pappírsformi hefur safninu í gegnum tíðina borist nokkuð af efni á öðru formi en pappír. Nýlega var lokið við að færa myndefni sem varðveitt er í safninu af U-matic spólum yfir á stafrænt form (DVD). Það efni sem um ræðir kom frá Austfirska sjónvarpsfélaginu sem starfaði á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Með þessari yfirfærslu efnisins er það gert mun aðgengilegra en áður var og þar með er opnað fyrir að gestir safnsins geti skoðað það fyrirhafnarlítið sér til gagns eða gamans.