Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Heimildir um tónlist, tónlistarmenn og sögu tónlistar á Austurlandi

Fyrir þá sem áhuga hafa á tónlist, tónlistarmönnum eða sögu tónlistar á Austurlandi gæti verið áhugavert kynna sér hvaða gögn eru til um þessi mál í Héraðsskjalasafni Austfirðinga. Guðgeir Ingvarsson hefur leitað í tölvuskrá safnsins og tekið saman meðfylgjandi yfirlit yfir það helsta sem þar er að finna um þessi mál. Eflaust hefur þó ýmislegt ekki komið fram við þessa fyrstu leit, sem hér kann að vera til um þessi efni.

 Nótur og ýmislegt þeim tengt

1. Nótur að lögum eftir Önnu G. Helgadóttur (1898-1988) Bjargi Borgarfirði eystra: Þrjú lög við texta eftir S. Bjarman, Margréti Jónsdóttur og Bjarna Jónsson frá Vogi. Eink -317.
2. Lag Guðrúnar M. Kjerúlf Egilsstöðum við ljóðið Vor eftir Jón J. Kjerúlf. Nótur. Eink-330-25d og Eink-330-25c
3. Minni Borgarfjarðar. Ljóð eftir Halldór Pétursson frá Geirastöðum við lag eftir Helga Eyjólfsson (1925-2008), nótur. Helgi var sonur Önnu G. Helgadóttur. Hann lék oft á harmóniku á skemmtunum á Borgarfirði eystra, en spilaði einnig á orgel. Eink- 27-41. Helgi var við nám í orgelleik og fleiru í Fagradal við Vopnafjörð veturinn 1942-1943.
4. Nótur að Kvöldbæn. Lagið eftir Björgvin Guðmundsson tónskáld. Nótnablaðið er prentað í Gutenberg 1928. Það er áritað til Laufeyjar móður Helga Hallgrímssonar náttúrufræðings frá Oddnýju Wiium og Kristjáni Wiium í Fagradal, en Helgi afhentisafninu nóturnar.
5. Ljóð eftir Hildi Baldvinsdóttur við lög eftir Helga Stefánsson, Jón Laxdal og fleiri. Nótur. Eink-240-1.
6. Að ganga á grænu engi. Nótur að sönglagi eftir Inga T. Lárusson tónskáld við þetta ljóð. Eink-445-14 og Eink-445-15
7. Vor. Kvæði eftir Jón J. Kjerúlf og meðfylgjandi nótur að lagi við ljóðið eftir Guðrúnu M. Kjerúlf á Egilsstöðum. Eink-330-25c.
8. Veturnætur. Ljóð. Meðfylgjandi nótur að lagi við ljóðið eftir Þórarinn Rögnvaldsson frá Víðivöllum ytri í Fljótsdal. Faðir hans, Rögnvaldur Erlingsson afhenti safninu handritið 1986. Eink-317-79 og Eink-317-79b.
9. Nótur að þremur sönglögum eftir Svavar Benediktsson. Eink -445-16.
10. Vorgleði. Hátíðarsöngur Austfirðinga á Eiðum 1974. Höfundur kvæðis Kristján frá Djúpalæk. Höfundur lags Birgir Helgason. Nótur. Eink-133-3.
11. Vor við Reyðarfjörð. Ljóð og lag eftir Guðmund Magnússon fyrrv. fræðslustjóra. Nótur. Eink-292-4.
12. Sigurður Óskar Pálsson fyrrv. skólastjóri og skjalavörður: Ljóðaþýðingar og frumsamin ljóð sem Sigurður Óskar Pálsson hefur gert við lög, sem flest eru eftir erlend tónskáld. Nótnablöð með textum, en lögin voru flest flutt af Tónkórnum á sínum tíma. Eink-198-6.
13. Nótnablað, handrit: Nykurinn. Lag eftir H. Kjerúlf, nótur. Blaðið kom innan úr bók sem var í eigu Vigfúsar Sigurðssonar trésmiðs frá Egilsstöðum í Fljótsdal.
14. Hjartað grætur. Ljóð eftir Þorvald Jónsson frá Mjóafirði. Lag eftir Pál Ísólfsson við þetta ljóð. Nótur. Eink-121-17.
15. Sumarkveðja. Nótur að lagi eftir Inga T. Lárusson. Ljósrit. Þetta mun vera fyrsta lag Inga T. sem verður kunnugt almenningi, en það var samið uppi á Fljótsdalsheiði sumarið 1912. Eink-337-16.
16. Messusöngvar. Frumvarp að handbók fyrir íslensku kirkjuna, síðari hluti. Lagt fyrir kirkjuþing 1980. Heft fjölrit 67 bls. Að mestu nótur með textum. Eink-345-3.
17. Seyðisfjörður. Ljóð eftir Karl Finnbogason skólastjóra við lag eftir Sigfús Halldórsson. Nótur. Sey-190-11 og Sey-190-12
18. Laus nótnablöð úr nótnabókum og hlutar úr nótnabókum. Eigandi þessara gagna var Sigurður Sigurðsson kennari og bókavörður á Seyðisfirði. Hér eru aðallega nótur að sönglögum og í mörgum tilfellum hefur Sigurður sjálfur skrifað upp nótur og texta á þar til gerð nótnablöð.
19. Nótur að tveimur lögum eftir J. K. Jónasson: Ein er upp til fjalla eftir Jónas Hallgrímsson og Ljúfa feðra landið mitt eftir Adam Þorgrímsson. Þetta kom til safnsins með bréfum Vestur- Íslendinga og tengist ekki beint Austurlandi. VÍsl-1-2.

Heimildir um kirkjuorganista, orgel og kóra
1. Bréf og fleira varðandi kirkjuorganista og orgel á Héraði:
a) Bréf Rögnvaldar Erlingssonar frá Víðivöllum, dags. 1.11.1982.
b) Bréf Margrétar Gísladóttur Egilsstöðum, dags. 08.08.1983.
c) Bréf Stefáns Bjarnasonar Flögu Skriðdal, dags. 03.09.1983.
d) Skrá um organista á Út-Héraði.
e) Aldarminning Valþjófsstaðar í Fljótsdal. Meðal annars um sveitarsöng í Fljótsdal og skrá yfir Valþjófstaðapresta og organista þeirra. Einnig skrá yfir presta og organista frá Lárusi Halldórssyni er sat staðinn 1877-1883 og síðan áframhaldandi skrá þar til Bjarni Guðjónsson varð prestur á Valþjófsstað 1965. Einnig er þar getið söngkóra og samsöngs.
f) Aldarminning orgela og organista í og við Valþjófsstaðakirkju. Vélrit 19 bls.
g) Orgel og organistar í og við Valþjófsstaðkirkju 1878-1978. Hundrað ára minning. Handrit Þórarins Þórarinssonar frá Eiðum,ca. 20 bls.
Ofangreind bréf og skjöl komu frá börnum Þórarins Þórarinssonar fyrrv. skólastjóra á Eiðum, en hann safnaði heimildum um þessi mál á Héraði. Eink-334-1, Eink 335-7, Eink 337-11 og Eink-337-13.
2. Samantekt um organista í Kirkjubæjarkirkju í Hróarstungu frá 1892 til júlí 1998. Auðbjörg Halldís Hrafnkelsdóttir Heykollsstöðum Hróarstungu tók saman.Handrit dags. 27. júlí 1988. Tun-20-7.
3. Svarbréf til séra Einars Þórs Þorsteinssonar prests á Eiðum vegna fyrirspurna hans um organista í Eiðaprestakalli. Bréfritarar:
a) Magnhildur Stefánsdóttir Grófarseli, dags. 17. apríl 1963
b) Þórður Sigvaldason Hákonarstöðum Jökuldal, dags. 20. maí 1963.
c) Einar Pétursson Heykollsstöðum, á páskadag 1963.
d) Þorsteinn Sigfússon Sandbrekku, dags. 1. apríl 1963.
Séra Einar Þór Þorsteinsson afhenti þessi bréf til safnsins 1999. Múl-35-17.

Heimildir er tengjast tónskáldum
1. Úr einkaskjölum Eiríks Sigurðssonar fyrrum skólastjóra:
a) Minningarorð um Björgvin Guðmundsson tónskáld, sýnilega flutt á fundi eða samkomu Austfirðingafélagsins á Akureyri. Vélrit og handrit, væntanlega eftir Eirík Sigurðsson.
b) Bréf til orðunefndar 25. Febrúar 1951, þar sem stjórn Austfirðingafélagsins á Akureyri fer þess á leit við orðunefnd að Björgvin Guðmundsson tónskáld verði sæmdur viðeigandi orðu í tilefni af sextugafmæli hans. Eink -16-1 og Eink-16-2.
c) Björgvin Guðmundsson: Nokkur smákver samanbundin í bók. Textar vélritaðir og handskrifaðir og nótur handskrifaðar. Meirihlutinn virðist vera lög eða verk eftir Björgvin, en líka útsetningnar eftir hann. Þessi kver hafa öll verið fjölrituð í Winnipeg, eitt frá 1924 en hin frá 1930. Nóturnar og það sem er handskrifað er með hendi Björgvins. Eink-38-9.
d) Björgvin Guðmundsson: Tólf lög og tónverk í handriti (nótur og textar) frá árunum 1920-1939.Einnig eitt prentað lag útg. Akureyri 1941. Allt bundið í eina bók. Eink-38-8.
2. Minningartónleikar um Inga T. Lárusson tónskáld í Háskólabíó 31. janúar 1976. Fjórblöðungur með mynd af tónskáldinu, efnisskrá tónleikanna o. fl. Eink-127-16 og Eink-337-17.
3. Ingi T. Lárusson: Ljósrit af bréfum Inga T. Lárussonar til móður hans, Þórunnar Wiium, frá árunum 1915-1921. Einnig ljósrit af meðmælabréfum frá nokkrum aðilum vegna umsóknar Inga T. um styrk frá Alþingi til utanlandsfarar og ljósrit af umsókninni. Eink-73-51.
4. Bréf Björgvins Guðmundssonar tónskálds: Fjögur bréf til Kristjáns Wiium í Fagradal við Vopnafjörð 1915-1931 þar af þrjú bréf skrifuð í Ameríku. Fyrst bréf frá Winnipeg 1915 er hann hefur verið fjögur ár í Ameríku. Þar segir m. a. frá kynnum hans af tónlistarfólki þar, annað skrifað í Manitoba 1919, þar segir frá lögum og tónverkum sem hann er að semja og frá tónlistarfólki þar. Einnig fimm bréf Björgvins til Oddnýjar S. Wiium í Fagradal frá árabilinu 1932-1949, skrifuð á Akureyri. Eink-38-3.
5. Sveinn Jónsson Fagradal: Hið deyjandi barn. Nótnahandrit að lagi eftir Svein Jónsson dags. 21. nóv. 1928. Textahöfundar ekki getið. Eink 38-5. Gögn í lið nr. 4 og 5 eru komin úr eiknasafni Oddnýjar Sveinsdóttur Wiium frá Fagradal.
6. Þórarinn Jónsson tónskáld frá Mjóafirði: Útvarpserindi eftir Vilhjálm Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði dags. 21.12.1980. Vélrit 8 bls. Eink 116-6. Einnig blaðaúrklippur: Viðtal við Þórarinn. Mbl. 18.09.1970 og minningargrein um Þórarinn eftir Skúla Halldórsson tónskáld f.h. Tónskáldafélags Íslands. Mbl. 17.03.1974.

Tekið saman í byrjun mars 2009.
Guðgeir Ingvarsson.

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga