- Guðgeir Ingvarsson
Kristján Jónsson Vopni
Eitt af merkari einkaskjalasöfnum sem varðveitt eru í Héraðsskalasafni Austfirðinga er einkaskjalasafn Kristjáns Jónssonar, sem oft er kenndur er við Hrjót í Hjaltastaðaþinghá. Hann var líka stundum nefndur Kristján Vopni sem dregið var af því að hann var fæddur og uppalinn í Vopnafirði. Verður nánar vikið að safni hans hér á eftir, en fyrst nokkur orð um hann sjálfan. Styðst ég þar m.a. við kirkjubækur og manntöl og að nokkru við æviminningar hans sjálfs, sem hér eru til í handriti.