Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Leitað að bókum Héraðsskjalasafnsins

Á vefnum leitir.is býðst aðgengi að fjölbreyttum safnkosti bókasafna á Íslandi og efni valinna sérsafna. Einnig er mögulegt að takmarka leit við Héraðsskjalasafn Austfirðinga sem á um 9.900 bækur.

Gögn sem eru aðgengileg í leitir.is koma víða að. Á síðari árum hefur stafrænum gagnasöfnum á vegum bókasafna og fjölmargra annarra fjölgað hratt. Flest þessara gagnasafna bjóða upp á eigin vefaðgang. Með leitir.is er notendum í fyrsta skipti gert kleift að leita í þessum gagnasöfnum frá einum stað. Í fyrstu verður boðið upp á efni úr Gegni, Bækur.is, Elib, Hirslu, Hvar.is, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Skemmunni og Tímarit.is. Þetta er þó aðeins byrjunin, því stefnt er að því að bæta stöðugt við gögnum á leitir.is.

Til að leita eingöngu að bókum sem eru til hjá Héraðsskjalasafni Austfirðinga er hægt að nota þessa krækju: leitir.is

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022