Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní opnar Héraðsskjalasafn Austfirðingu sína þriðju örsýningu. Í þetta sinn eru það bækur, ekki síst Biblíur, sem eru í forgrunni.

Í tilefni af allrasálnamessu 2. nóvember sýnum við fimm portrettmálverk úr eigu safnsins af einstaklingum sem bjuggu og störfuðu á Austurlandi en eru nú látin.

  22. október 2022 kl. 10:00

Erla Hulda Halldórsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur í Sláturhúsinu á Egilsstöðum um rannsóknir sínar á bréfasafni Páls Pálssonar frá Hallfreðarstöðum. Í safninu er að finna mörg bréf frá fjölskyldu Páls á Hallfreðarstöðum, ættingjum, vinum og kunningjum sem varpa ljósi á sögu og samfélag á Héraði um og fyrir miðja 19. öld.

  13. nóvember 2021 - 31. desember 2021

Norræni skjaladagurinn er haldinn víða um Norðurlönd, jafnan annan laugardag í nóvember. Í tilefni dagsins eru til sýnis skjöl sem tengjast heimagrafreitum á Austurlandi.

  19. október 2021

Dr. Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við Háskóla Íslands, flytur erindi í Kirkjuselinu í Fellabæ þriðjudaginn 19. október kl. 17:00-19:00. Fjallað verður um þær miklu vinsældir sem heimagrafreitir nutu á tímabilinu 1880–1960 og þá ekki síst á Austurlandi þar sem mikinn fjölda þeirra er að finna.

  Frá 17. júní 2021

Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur og myndlistarkonan Sunneva Guðrún Þórðardóttir standa að baki sýningu um tröllskessur í íslenskum þjóðsögum í opnu rými á neðstu hæð Safnahússins. Opið alla virka daga klukkan 9-19.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022