Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Sýningar í Safnahúsinu á Egilsstöðum

september - desember 2018

Kona á skjön - Um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi  var opnuð  23. september og mun standa framundir jól.
Austfirskt fullveldi – Sjálfbært fullveldi?  var opnuð 17. júní og verður aðgengileg til áramóta.

Austfirskt fullveldi – Sjálfbært fullveldi?
Samsýning í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Einnig í Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri, Randulfssjóhúsi á Eskifirði og Tækniminjasafninu á Seyðisfirði.
Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldi Íslands hafa níu austfirskar mennta-, menningar-, og rannsóknarstofnanir hafa tekið höndum saman til að skoða á nýstárlegan hátt austfirskt fullveldi, sjálfbærni og tengslin þar á milli.
Á sýningunni er dregin upp mynd af lífi barna árin 1918 og 2018 og líf þeirra og nánasta umhverfi spegluð við heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sýningin skiptist í fjóra hluta sem settir verða upp á Skriðuklaustri í Fljótsdal, Tækniminjasafninu á Seyðisfirði og í Randulfssjóhúsi á Eskifirði auk Safnahússins á Egilsstöðum.
Í tengslum við verkefnið hefur verið opnuð vefsíða: www.austfirsktfullveldi.is
Að verkefninu standa Austurbrú, Safnastofnun Fjarðabyggðar, Tækniminjasafn Austurlands, Minjasafn Austurlands, Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Gunnarsstofnun, Menntaskólinn á Egilsstöðum, Skólaskrifstofa Austurlands og Landgræðsla ríkisins.
Sýningin stendur uppi í sýningarsal Minjasafns Austurlands.

Kona á skjön - Um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi

Sýningin „Kona á skjön“ um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi var opnuð sunnudaginn 23. september. Hún var sett upp að frumkvæði Bókasafns Héraðsbúa en veggspjöld um rithöfundinn hanga á öllum hæðum Safnahússins. Einnig er hægt að horfa á viðtöl við Guðrúnu og skoða hendrit að bókum hennar. Sýningarhöfundar eru Kristín Sigurrós Einarsdóttir, leiðsögumaður og kennari, og Marín Guðrún Hrafnsdóttir bókmenntafræðingur og langömmubarn Guðrúnar.
Titill sýningarinnar er sóttur í lokaverkefni Marínar sem snýst öðrum þræði um að miðla merkum rithöfundaferli Guðrúnar með sýningu sem geymir upplýsingar um ævi hennar og verk á textaspjöldum í bland við persónulega muni.
Við opnunina sögðu sýningarhöfundar nokkur orð og að því loknu tók við kaffikviss - spurningar úr bókinni Dalalífi. Boðið var upp á kaffi og kleinur í anda Guðrúnar.

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2017 Héraðsskjalasafn Austfirðinga