Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Ljósmyndasýningin Eyðibýli á heimaslóðum

 Frá 16. mars 2021

Lokaverkefni Önnu Birnu Jakobsdóttur frá Menntaskólanum á Egilsstöðum í opnu rými Safnahússins. Opið frá 9-19 virka daga.

Sýningin teygir sig á milli hæða í opnu rými hússins en hún er lokaverkefni Önnu Birnu Jakobsdóttur (f. 2001) frá Menntaskólanum á Egilsstöðum árið 2020. Eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna er um að ræða ljósmyndir af nokkrum völdum eyðibýlum á Austurlandi. Samtals tekur Anna Birna fyrir níu eyðibýli víðsvegar um landshlutann og er hægt er að lesa stutta lýsingu á hverju þeirra og sjá á korti hvar þau eru staðsett.

Við hvetjum alla sem áhuga hafa að kíkja við og sökkva sér í fortíðina með þessum flottu myndum. Sýninguna er hægt að skoða á opnunartíma Safnahússins, alla virka daga klukkan 9-19.

 

ljosmyndasyning eydibyli 2021

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022