Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Ógnvaldar: Rannsóknir á bardagaaðferðum víkinga

  8. maí 2022

Dr. William R. Short og Reynir A. Óskarsson, félagar í Hurstwic hópnum, halda fyrirlestur í Safnahúsinu, Laufskógum 1, Egilsstöðum.

Munu þeir gera grein fyrir rannsóknum hópsins á bardagaaðferðum víkinga. Farið verður yfir einstakar rannsóknaraðferðir hópsins, sem á köflum daðra við hið sérkennilega, en þær hafa leitt til athyglisverðra og óvæntra niðurstaðna.
 
Markmið þeirra félaga er að varpa betra ljósi á víkingaaldarsamfélagið, sem á margan hátt var afar ofbeldisfullt en á sama tíma var þung áhersla á gildi eins og samhjálp og gestrisni. Rannsóknir á vopnum og bardagaaðferðum eru að þeirra mati einn af lykilþáttunum til þess að geta skilið þessa heillandi menningu.
 
Um efnið hafa William og Reynir einnig fjallað í bók sinni, Men of Terror: A Comprehensive Analysis of Viking Combat, sem út kom í fyrra.
 
Fyrirlesturinn fer fram á ensku, en boðið verður upp á fyrirspurnir á íslensku. Heitt verður á könnunni. Enginn aðgangseyrir en tekið er við frjálsum framlögum til að mæta kostnaði.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022