2. júní 2022
Hrafnkell Lárusson, fyrrverandi forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga, heldur fyrirlestur sem byggðan á rannsóknum sínum, en hann varði doktorsritgerð sína, Lýðræði í mótun: félagastarf, fjölmiðlun og þátttaka almennings 1874-1915, við Háskóla Íslands í apríl í fyrra.
Í rannsókninni beindi hann meðal annars sjónum að ýmsum þáttum austfirsks samfélags um aldamótin 1900 og ætlar hann að fjalla nánar um hinn austfirska vinkil í fyrirlestri sem haldinn verður í Safnahúsinu á Egilsstöðum og stendur frá 17:15 til 18:45.
Gert er ráð fyrir um 45 mínútna fyrirlestri, kaffihléi og í framhaldinu verður boðið upp á fyrirspurnir og frekari umræður um efni fyrirlestrarins.
Aðgangur er öllum frjáls en tekið verður við frjálsum framlögum til að koma til móts við kostnað af fyrirlestrinum.