Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Fyrsti fyrirlestur í nýrri fyrirlestraröð undir yfirskriftinni Nýjustu fræði og vísindi - á Austurlandi verður haldinn í Sláturhúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 22. október kl. 10:00.

Í þessari viku og næstu verða frávik frá auglýstum opnunartíma Héraðsskjalasafns Austfirðinga.

Hollvinasamtök Þjóðskjalasafns Íslands voru formlega stofnuð á hátíðarfundi Þjóðskjalasafnsins sem haldinn var 4. apríl sl. í tilefni af 140 ára afmæli safnsins.

Lokað verður á Héraðsskjalasafni Austfirðinga, eftir hádegið föstudaginn 6. maí, vegna vorferðar starfsfólks Safnahússins.

Mánudaginn 7. febrúar verður lokað fyrir hádegi á Héraðsskjalasafninu vegna slæmrar veðurspár.

Opnunartími Héraðsskjalasafnsins um jól og áramót verður að mestu hefðbundinn. Ákveðið hefur verið að rýmka auglýstan opnunartíma safnsins.

Dagana 30. september og 1. október verður Héraðsskjalasafn Austfirðinga lokað vegna haustráðstefnu Félags héraðsskjalavarða á Íslandi sem fram fer í Neskaupstað og á Egilsstöðum.

Sýning með teikningum myndlistarnema af eftirlýstu fólki var opnuð í október. Daníel Daníelsson sagnfræðingur flutti erindi um rannsóknina á bakvið sýninguna.

Það er kominn vorhugur í starfskonur Héraðsskjalasafnsins. Í vefsýningu safnsins að þessu sinni má sjá íþróttamyndir frá ýmsum tímum. Myndirnar koma úr ýmsum söfnum, meðal annars ljósmyndasafni UÍA.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Minjasafn Austurlands og Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs opna sýningu um Jón A. Stefánsson frá Möðrudal á fjöllum. Sýningin opnar föstudaginn 17. júní klukkan 16:00.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga og Þjóðskjalasafn Íslands standa fyrir dagsnámskeiði um skjalastjórn og skjalavörslu föstudaginn 1. apríl. Námskeiðið er ætlað starfsfólki sveitarfélaga og ríkisstofanana á Austurlandi.

Unnið er að uppfærslu á ljósmyndavefnum. Verkið er tímafrekt og vefurinn verður ekki að fullu tilbúinn til notkunar næstu daga.

Á kvenréttindadaginn, föstudaginn 19. júní, stendur Soroptimistaklúbbur Austurlands fyrir prjónagöngu í samstarfi við Safnahúsið. Héraðsskjalasafnið sýnir ýmis skjöl og ljósmyndir frá lífi og starfi kvenna á Austurlandi.

Hélt mamma dagbók? Var amma skúffuskáld? Eru bréf langömmu í geymslunni? Héraðsskjalasafnið tekur þátt í þjóðarátaki um söfnun á skjölum kvenna. Eru bréf, dagbækur eða ljósmyndir í þínum fórum?

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi verður sýning um austfirska kvenljósmyndara framlengd fram á haust.

Bókavakan – Austfirsk útgáfa í öndvegi verður haldin í Safnahúsinu á Egilsstöðum fimmtudaginn 11. desember kl. 17:00-19:00. Kynntar verða nýútgefnar austfirskar bækur, lesið úr þeim og sagt frá útgáfu þeirra.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022