Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Bókavaka og jólagleði

Á fimmtudagskvöldið (3. des) verður Bókavaka Safnahússins haldin og hefst hún kl. 20:00. Líkt og í fyrra er bókavakan alaustfirsk, þ.e. að þeir rithöfundar sem fram koma eru allir Austfirðingar. Þeir höfundar sem stíga á stokk eru alls fimm talsins: Þau eru: Vilhjálmur Hjálmarsson, Elfa Hlín Pétursdóttir, Kristín Jónsdóttir, Ingunn Snædal og Smári Geirsson. Þeirri venju er haldið að bjóða upp á fjölbreytt efni, en á efnisskránni eru tvær ljóðabækur, ein byggðasaga, ein sveitarlýsing og ein þýdd bók. Höfundarnir eru einnig misreyndir í bókum talið, allt frá því að vera að gefa út sína fyrstu bók og til þess að vera að gefa út bók nr. 20.

Á laugardaginn (5. des) verður svo hin árlega Jólagleði fjölskyldunnar í Safnahúsinu. Hefst hún kl. 14:00. Jólagleðin hefur fyrir löngu unnið sér sess og er jafnan vel sótt af fólki á öllum aldri. Í ár verður boðið upp á jólasmiðjur og jólaföndur. Fengist verður við laufabrauðsgerð og gert verður jólaskraut. Einnig verða kynntir erlendir jólasiðir. Miklar líkur eru svo á að jólasveinar komi í heimsókn og jafnvel móðir þeirra líka.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022