Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Safnanótt í Safnahúsinu

Héraðshátíðin Ormsteiti á Fljótsdalshéraði hefst næstkomandi föstudag, 14. ágúst, og stendur í rúma viku. Sú hefð hefur skapast að einn dag Ormsteitis er safnastarf meira áberandi en annars og taka söfnin í Safnahúsinu á Egilsstöðum þátt líkt og þau hafa gert undanfarin ár. Safnadagur Ormsteitis þetta árið er laugardagurinn 15. ágúst. Að þessu sinni verður dagskráin í Safnahúsinu að kvöldi til og hefst hún kl. 21:00.

Dagskrá kvöldsins er tvískipt. Í fyrri hlutanum verða fluttar frásagnir, sögur og ljóð sem tengjast ást og rómantík en þessi hluti dagskrárinnar kallast á við þema sumarsýningar Minjasafns Austurlands sem ber heitið „Ást í 100 ár“.

Síðari hlutinn er myndasýning á tjaldi og er gert ráð fyrir að hún hefjist um kl. 22:00. Þar mun Arndís Þorvaldsdóttir sýna myndir úr safni Ljósmyndasafns Austurlands og segja frá efni þeirra. Þema sýningarinnar verður söngur og leiklist á Fljótdalshéraði. Meginhluti myndanna er frá árunum 1970-2000, en sú elsta er frá árinu 1959.

Samkvæmt venju er aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022