Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Ný myndasýning og fleira efni

Ýmsu nýju efni hefur verið bætti inn á heimasíðu héraðsskjalasafnsins. Hér til vinstri á síðunni má lesa frétt um nýliðna viðburði í starfsemi safnsins. Undir flokknum fróðleikur má finna nýjan pistil eftir Guðgeir Ingvarsson um Guðnýju Þorsteinsdóttur frá Lindarbakka í Borgarfirði og gögn í vörslu safnsins sem henni tengjast. Hrafnkell Lárusson ritar pistil um nýafstaðinn skjalavarðafund og síðast en ekki síst er komin ný myndasýning á heimsíðuna. Nefnist hún Bæjarhátíðir og íþróttaviðburðir.

Myndirnar í sýningunni eru allar úr myndasafni Vikublaðisins Austra og er um þriðjungur þeirra tekin af ýmsum viðburðum sem boðið var upp á í tilefni af 50 ára afmæli Egilsstaðabæjar sumarið 1997. Jafnframt gefur að líta nokkrar myndir af íþróttaviðburðum og keppnisliðum og eru þær flestar teknar á síðasta áratug 20. aldar. Allar eru myndirnar í sýningunni af viðburðum á Fljótsdalshéraði. Nokkrar eldri myndir (svarthvítar) hafa slæðst með, flestar frá 9. áratugnum. Eins og venjulega vonumst við til að gestir heimasíðunnar sendi okkur línu ef þeir geta liðsinnt okkur með nöfn á óþekktu fólki eða gefið frekari upplýsingar um myndefnið.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022