Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Páskafjör og nýjar myndir á sýningu

Næstkomandi laugardag, 28. mars verður í safnahúsinu tekið forskot á komandi páskahátíð. Þá verður haldið í húsinu svokallað Páskafjör og mun það standa frá kl. 14-17. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá sem inniheldur m.a. fróðleik um páskahefðir og ljóðaupplestur. Fyrir þá sem vilja taka virkan þátt og reyna að hug og hönd verður boðið upp á föndur, eggjaleit o.fl. Síðast en ekki síst verður boðið upp á vöfflukaffi fyrir gesti. Aðgangur að páskafjörinu er ókeypis og eru allir velkomnir.  

Sérstakt framlag Ljósmyndasafns Austurlands til Páskafjörsins er viðbót við ljósmyndasýninguna „Til gagns og til fegurðar“, sem opnuð var í anddyri safnahússins 22. janúar sl. Myndirnar á sýningunni eru fengnar úr samnefndri sýningu sem var í Þjóðminjasafni Íslands fyrri hluta árs 2008. Þema „Til gagns og til fegurðar“ er útlit og klæðaburður Íslendinga á árabilinu 1860-1960. Alls hefur tíu myndum verið bætt við upphaflegu sýninguna hér í safninu.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022