Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Starfsmaður óskast

Héraðsskjalasafn Austfirðinga óskar eftir að ráða starfsmann til tímabundinna starfa.

Um er að ræða starf við verkefni á vegum Þjóðskjalasafns Íslands. Verkefnið gengur út á að koma manntali á tölvutækt form til birtingar á vefnum. Starfsmaður mun slá upplýsingum inn í gagnagrunn eftir frumriti manntalsins.

Ráðið er til loka árs 2009. Reynslutími er 2 mánuðir. Bæði getur verið um að ræða fullt starf eða hlutastarf (50%). Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til föstudagsins 20. febrúar n.k.

Leitað er eftir áhugasömu fólki með reynslu af tölvunotkun og áhuga á að kynnast mikilvægum sögulegum heimildum og taka þátt í að miðla þeim á nútímalegan hátt.

Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má í Héraðsskjalasafni Austfirðinga eða fá send í tölvupósti. Beiðnir um slíkt skulu sendar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Nánari upplýsingar um starf og launakjör veitir Hrafnkell Lárusson, forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga, í síma 471 1417.

Útfylltar umsóknir skal senda í bréfapósti merktar:
Héraðsskjalasafn Austfirðinga
Laufskógum 1
700 Egilsstaðir

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022