Sumri verður fagnað í Safnahúsinu á Egilsstöðum á sumardaginn fyrsta (24. apríl) og verður húsið opið frá kl. 16-18. Starfsfólk Safnahússins tekur á móti gestum og verður ýmislegt gert til skemmtunar. Flutt verður efni tengt sumarkomu og rifjaðir upp gamlir leikir. Þessi viðburður er liður í Menningardögum að vori á Fljótsdalshéraði.
Hér áður fyrr var sumardagurinn fyrsti mun stærri hátíðsdagur en við eigum að venjast í seinni tíð og tengjast ýmsir siðir þessum degi. Einn þeirra var sá að gefa gjafir á sumardaginn fyrsta, svokallaðar sumargjafir, og þeirra nutu einkum börn.
Í tilefni dagsins verður aðgangur ókeypis að aðalsýningu Minjasafns Austurlands, auk þess verður heitt á könnunni og boðið upp á nýbakaðar vöfflur. Safi verður í boði fyrir börnin.
Vonandi sjá sem flestir sér fært að koma í safnið og njóta dagsins með okkur.