Árlegur vorfundur austfirskra bókasafna verður haldinn á Djúpavogi dagana 18. og 19. apríl næstkomandi.
Í ár verður vorfundurinn veglegur framar venju þar sem Austfirsk upplýsing, félag starfsfólks bókasafna á Austurlandi, fagnar 10 ára afmæli sínu á þessu ári. Fundurinn mun því ná yfir tvo daga í stað eins, líkt og venja hefur verið. Auk hefðbundinn aðalfundarstarfa inniheldur vorfundurinn bæði fyrirlestra, sýningar, gönguferðir og námskeið í bókaviðgerðum. Á föstudagskvöldinu (18. apríl) verður svo hátíðarkvöldverður í tilefni afmælis félagsins.