Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Faraldur að austan? - Heimagrafreitir á Íslandi

Faraldur að austan? - Heimagrafreitir á Íslandi

Þriðjudaginn 28. september munu Héraðsskjalasafn Austfirðinga og Þjóðkirkjusöfnuðir í Egilsstaðaprestakalli gangast fyrir málstofu um heimagrafreiti.

ATHUGIÐ: Málstofunni hefur verið frestað til 19. október.

Dr. Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við Háskóla Íslands, mun þar flytja erindi, en hann hefur rannsakað efnið um hríð og birt um það greinar. Í erindinu verður fjallað um þær miklu vinsældir sem heimagrafreitir nutu á tímabilinu 1880–1960. Það var einmitt ekki síst á Austurlandi enda er hér að finna mikinn fjölda slíkra grafreita. Sagt verður frá upphafi siðarins, útbreiðslu hans, ástæðum þess að grafreitir voru stofnaðir sem og hvernig kirkjan brást við nýbreytninni sem í grafreitunum fólst.

Að loknu erindi verður boðið upp á fyrirspurnir, umræður og kaffiveitingar.

Málstofustjóri verður Stefán Bogi Sveinsson.

Vonast er eftir þátttöku þeirra sem tengsl hafa við heimagrafreiti á Austurlandi en öll þau sem hafa áhuga á efninu eru boðin velkomin og hvött til að mæta.

Málstofan fer fram í Kirkjuselinu í Fellabæ og stendur frá kl. 17:00-19:00.

Mynd: Rangá í Hróarstungu. Konunglegt leyfisbréf fyrir grafreit þar frá árinu 1893 er varðveitt í safninu - Ljósmyndasafn Austurlands.

 

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022