Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Opnunartími yfir hátíðir og framvegis

Opnunartími Héraðsskjalasafnsins um jól og áramót verður að mestu hefðbundinn. Ákveðið hefur verið að rýmka auglýstan opnunartíma safnsins.

Eins og lög gera ráð fyrir verður lokað hér á safninu á jóladag, annan dag jóla og á nýársdag. Að auki mun verða lokað á Þorláksmessu, aðfangadag og gamlársdag en að öðru leyti gildir hefðbundinn opnunartími.

Opnunartími annarra safna í húsinu er ekki alveg sá sami og því kann inngangur á miðhæð Safnahússins að vera læstur, en á opnunartíma skjalasafnsins er alltaf hægt að ganga inn á neðstu hæð.

Eins og fastagestir safnsins þekkja hefur ekki verið haldið fast við auglýsta opnunartíma heldur gestir jafnan verið velkomnir meðan að starfsfólk er á annað borð að störfum. Nú hefur verið ákveðið að breyta auglýstum opnunartíma safnsins og færa hann sem næst því sem tíðkast hefur hvort sem er.

Hér eftir mun því auglýstur opnunartími safnsins vera alla virka daga, milli kl. 9:30 og 16:30. Er þetta gert með þeim fyrirvara að í einhverjum tilfellum kann að þurfa að loka einstaka daga eða hluta úr degi vegna funda, námskeiða eða annarra verkefna starfsfólks. Slíkar lokanir verða þá auglýstar á vef safnsins og á samfélagsmiðlum eftir föngum.

 

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022